Mynd: Mælaborð ferðaþjónustunnar
Mynd: Mælaborð ferðaþjónustunnar
Fréttir | 04. október 2021 - kl. 14:04
Fæstir nýttu ferðagjöfina á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra

Ferðagjöf stjórnvalda árið 2021 rann út um síðustu mánaðamót. Á Mælaborði ferðaþjónustunnar er hægt að sjá hversu margir Íslendingar notuðu sína 5.000 króna ferðagjöf. Alls voru um 232 þúsund ferðagjafir sóttar, 219 þúsund notaðar og 195 þúsund fullnýttar. Flestir notuðu gjöfina á höfuðborgarsvæðinu eða fyrir um 548 milljónir króna. Rúmlega 226 milljónir voru notaðar hjá landsdekkandi fyrirtækjum. Á Norðurlandi vestra var ferðagjöfin nýtt fyrir rúmlega 14 milljón króna sem gerir um 1,3% af heildinni.

Flestir notuðu gjöfina hjá 1238: The Battle of Iceland eða fyrir um 2,2 milljónir. Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði fékk til sín um 1,5 milljónir og veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga fékk rúmlega 1,2 milljónir. Sjá nánar á Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Krauma í Borgarfirði var þar vinsælasti áfangastaðurinn og fóru alls um fimm milljónir króna þangað. Næst á eftir var Sker Restaurant í Ólafsvík og Galito á Akranes, en báðir staðir fengu um þrjár milljónir króna í gegnum Ferðagjöfina. Hraunsnef í Norðurárdal og Húsafell fengu um tvær milljónir hvor.

Samtals var ferðagjöfin nýtt fyrir 1.077 milljónir króna og fóru 548 milljónir á höfuðborgarsvæðið, 226 til landsdekkandi fyrirtækja, 96 milljónir á Suðurland, 93 milljónir á Norðurland eystra, 31 milljón á Vesturland, 28 milljónir á Suðurnes, 27 milljónir á Austurland, 14 milljónir á Norðurland vestra og 12 milljónir á Vestfirði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga