Fréttir | 05. október 2021 - kl. 13:33
Oftast strikað yfir Harald í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt skýrslu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var oftast strikað yfir Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í nýliðnum alþingiskosningum, eða 69 sinnum. Næstflestar útstrikanir fékk Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, 63 og 46 strikuðu út Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur Sjálfstæðisflokki.

Bergþór Ólason Miðflokki var með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í kjördæminu. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.

Með þriðja hæsta hlutfall útstrikana var Bjarni Jónsson í 1. sæti á lista Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann var strikaður út af 1,92% kjósenda síns flokks, eða 38 sinnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga