Fréttir | 05. október 2021 - kl. 17:06
Tjón varð á bryggjunni á Blönduósi í óveðrinu í síðustu viku

Það fór sennilega ekki framhjá neinum að ansi leiðinlegt veður var á norðanverðu landinu í síðustu viku og urðu ýmsir fyrir skakkaföllum, þó aðallega inn til sveita þar sem nokkur fjöldi fjár draps vegna ofankomunnar sem fylgdi þessu veðri.

Þá varð einnig nokkurt tjón á bryggjunni á Blönduósi eins og myndirnar sýna en sjaldan hefur sjórinn gengið eins mikið yfir varnargarðinn norðan við bryggjuna eins og í síðustu viku. Bryggjan hefur látið nokkuð á sjá undanfarnin ár og áratugi og er því mikil viðhaldsþörf komin á bryggjuna.

Þegar þetta er ritað hefur aðeins verið lagað til á bryggjunni.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga