Tilkynningar | 08. október 2021 - kl. 08:59
Ístex leitar að öflugu og duglegu starfsfólki
Frá Ístex hf.

Ístex hf. leitar að öflugu og duglegu starfsfólki í ullarþvottastöðina á Blönduósi fyrir komandi ullarvertíð frá 1. nóvember til 30 apríl.  

Starfshlutfall er 70-100% og möguleiki á bæði dag- og kvöldvöktum. Hvetjum öll kyn til að sækja um.

Hæfniskröfur

 • Góð tök á íslensku eða ensku 
 • Næmni á smáatriði, þolinmæði og jákvæðni 
 • Félagslyndi og næmni á hag annara
 • Geta til að lyfta 20-25 kg og verið á ferðinni
 • Lyftarapróf kostur en ekki krafa
 • Gott að hafa reynslu af verksmiðjuvinnu 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Móttaka á ull
 • ullarþvottur
 • Gæðaeftirlit og skráning á vörum
 • Viðgerðar- og viðhaldsverkefni
 • Önnur tilfallandi verkefni

Við bjóðum góð laun í rótgrónu félagi með litla starfsmannaveltu. 

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur J.Svavarsson verksmiðjustjóri í síma 483 4290/892 5670 og ull@istex.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga