Fréttir | 09. október 2021 - kl. 11:13
Störf auglýst á nýrri skrifstofu skipulags- og byggingarmála í Húnavatnssýslum

Sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær og Skagabyggð auglýsa í dagblöðum helgarinnar laus til umsóknar embætti byggingarfulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu skipulags- og byggingarmála í Húnavatnssýslum. Starfsstöðvar eru tvær, á Hvammstanga og Blönduósi, og þjóna fulltrúarnir öllu svæðinu.

Einnig er auglýst eftir starfsfólki í tvær stöður, 50% starfshlutfall á hvorri starfsstöð, með möguleika á hærra hlutfalli. Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð störf í lifandi umhverfi, eins og segir í auglýsingunni.

Byggingarfulltrúi:

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Sjá um skipulags- og byggingarmál sveitarfélaganna
 • Gerð áætlana og eftirfylgni, mælingar og úttektir
 • Undirbúa fundi skipulags- og umhverfisráðs sveitarfélaganna og fylgja eftir niðurstöðum þeirra
 • Ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa
 • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslu sveitarfélaganna sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
 • Þekking og reynsla á sviði byggingarmála
 • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum
 • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð
 • Þekking og reynsla af á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
 • Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Skipulagsfulltrúi:

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Yfirumsjón með skipulagsmálum sveitarfélaganna
 • Rekstur skipulagsmála ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál
 • Gerð áætlana og eftirfylgni
 • Útsetningar lóða, skráning lands/lóða
 • Undirbúningur funda skipulagsnefnda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála •
 • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og sérhæfing skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð æskileg
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar
 • Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Starfsfólk á skrifstofu skipulags- og byggingarmála (50% starfshlutfall):

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Móttaka og skráning erinda
 • Skönnun teikninga og skráning
 • Undirbúningur funda og ritun fundargerða
 •  Svörun erinda
 • Önnur verkefni í stjórnsýslunni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun er kostur
 • Reynsla af skrifstofustörfum
 • Reynsla af skjalavörslukerfinu One systems er kostur
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og góðir samstarfshæfileikar
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Nánari upplýsingar um störfin veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga