Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 09. október 2021 - kl. 20:26
Vatnsleikfimi á Blönduósi fyrir 60 ára og eldri

Námskeið í vatnsleikfimi undir leiðsögn sjúkraþjálfara fer af stað á Blönduósi 12. október næstkomandi og er fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðið verður í Íþróttamiðstöðinni á þriðjudögum klukkan 13. Í auglýsingu frá Ásdísi Öddu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara segir að vatnsleikfimi sé skemmtileg leið til líkamsræktar og hægt að gera fjölbreyttar æfingar í vatninu svo allir ættu að geta gert æfingar við hæfi. Tíu vikna námskeið kostar 9.000 krónur eftir niðurgreiðslu frá Blönduósbæ.

Skráning er í síma 848 4720, í tölvupósti á asdisadda@gmail.com eða í skilaboðum á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga