Fréttir | 11. október 2021 - kl. 11:27
Frístundir fyrir 60 ára og eldri í Blönduósbæ

Blönduósbær hefur gefið út dagskrá fyrir frístundastarf 60 ára og eldri í sveitarfélaginu og gildir hún út árið 2021. Dagskránni verður dreift í hús. Íbúar 60 ára og eldri eru hvattir til að nýta sér það sem í boði er en þar má nefna stóla- og standandi leikfimi, vatnsleikfimi, jóga og söng- og gleðistundir.

Mánudagar:

Kl. 11-11:45
Stóla- og standandi leikfimi með Ingunni Maríu í Íþróttamiðstöðinni (hefst mánudaginn 18. október). Kr. 500 fyrir hvert skipti. Námskeiðið stendur í níu vikur.

Kl. 13:30-16:30
Félags- og tómstundastarf Blönduósbæjar á Þverbraut 1.

Þriðjudagar:

Kl. 13-13:40
Vatnsleikfimi í sundlauginni á Blönduósi með Ásdísi Öddu (hefst þriðjudaginn 12. október). Skráning hjá Ásdísi í síma 848-4720 eða netfangið asdisadda@gmail.com. Verð fyrir tíu vikna námskeið er kr. 13.000.

Kl. 16-17
Söng- og gleðistund með Benna og Skarphéðni á Þverbraut 1. Byrjar 2. nóvember og stendur í sjö vikur. Frítt er í söngstundina.

Miðvikudagar

Kl. 14-15
Jóga með Svövu Blöndal á Þverbraut 1 (hefst miðvikudaginn 20. október). Námskeiðið stendur í átta vikur og er ókeypis.

Fimmtudagar

Kl. 13:30-16:30
Félags- og tómstundastarf Blönduósbæjar á Þverbraut 1.

Laugardagar

Kl. 14:30-16:30
Héraðsbókasafn A-Hún. Prjónað á bókasafninu fyrir 60 ára og eldir. Laugardagana 23. október, 6. nóvember og 4. desember. Þátttakendur mæta með eigin prjóna og garn. Heitt á könnunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga