Eliza Reid í Húnaþingi vestra. Mynd: hunathing.is
Eliza Reid í Húnaþingi vestra. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 12. október 2021 - kl. 10:46
Forsetafrúin heimsótti Húnaþing vestra

Forsetafrúin Eliza Reid heimsótti Húnaþing vestra í síðustu viku ásamt Eddu dóttur sinni. Eliza var heiðursgestur alþjóðlegu brúðulistahátíðarinnar International Puppetry Festival sem fram fór á Hvammstanga um síðustu helgi. Handbendi brúðuleikhús skipulagði hátíðina og er handhafi Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Eliza er verndari Eyrarrósarinnar.  

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að í tilefni heimsóknarinnar hafi verið snæddur hátíðakvöldverður á Sjávarborg á fimmtudagskvöldinu en á föstudeginum hafi þær Eliza og Edda heimsótt dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi. Heimsóknin endaði svo á leiksýningu í Félagsheimilinu. Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu, frá Kidka, til minningar um komuna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga