Fréttir | 13. október 2021 - kl. 11:17
Blönduósbær skipar samstarfsnefnd um sameiningu

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur skipað Guðmund Hauk Jakobsson, Jón Örn Stefánsson og Arnrúnu Báru Finnsdóttur í samstarfsnefnd sem kanna á möguleika á sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Stefnt er að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í desember og að kjördagur verði í janúar 2022.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skipaði samstarfsnefnd sína í síðasta mánuði en hana skipa Jón Gíslason, Ragnhildur Haraldsdóttir og Þóra Sverrisdóttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga