Ína Björk Ársælsdóttir, Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir. Mynd: hunathing.is
Ína Björk Ársælsdóttir, Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir. Mynd: hunathing.is
Ína Björk Ársælsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson. Mynd: hunathing.is
Ína Björk Ársælsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 20. október 2021 - kl. 07:37
Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Harastaðir í Vesturhópi og Grundartún 19 á Hvammstanga fá umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra í ár. Harastaðir fá viðurkenninguna fyrir fallega og vel hirta landareign. Vel heppnaðar endurbætur hafa verið gerðar á mannvirkjum. Gróður snyrtur og umhverfið allt til prýði, sem ber eigendum gott vitni um atorku og umhyggu fyirr snyrtilegu umhverfi. Eigendur að Harastöðum eru Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir.

Grundartún 19 fær viðurkenninguna fyrir fallega og skemmtilega sjávarlóð. Húsið stendur á sjávarkambi og hefur lóðin sterk tengsl við fjöruna, þar sem meginhluti hennar er þakin fjörugrjóti. Lóðin er frumleg og falleg og ber eigendum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir umhverfinu. Eigendur Guðrúnartúns 19 eru Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra skipar valnefnd sem situr kjörtímabilið. Í valnefnd 2018-2022 eru; Erla B Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri starfar með nefndinni. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga