Húnavellir
Húnavellir
Fréttir | 18. nóvember 2021 - kl. 14:38
Geta ekki tekið þátt í verkefni um málefni fatlaðra að óbreyttu

Húnavatnshreppur er í sömu stöðu og Húnaþing vestra þegar kemur að áframhaldandi þátttöku í samstarfsverkefni um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður er svokallað leiðandi sveitarfélag í verkefninu. Að óbreyttu geta sveitarfélögin tvö ekki haldið áfram í samstarfsverkefninu og benda bæði á að málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins.

Á sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps í gær lagði sveitarstjóri fram útreiknings sem sýna að Húnavatnshreppur er búinn að greiða frá árinu 2016 til loka september 2021 tæplega 16 milljónir, þar af 7,5 milljón á árinu 2021 vegna tapreksturs málaflokksins. Sveitarstjóri greindi einnig frá því að sveitarfélagið hefði greitt fyrir sama tímabil samtals 32,5 milljónir króna vegna málaflokksins.

Í bókun fundarins kemur sveitarstjórn Húnavatnshrepps því á framfæri við Sveitarfélagið Skagafjörð að upplýsingagjöf og samráð við önnur sveitarfélög mætti vera meiri og meiri virkni í þjónusturáði.

Tengd frétt:
Hallarekstur á verkefni um málefni fatlaðs fólks verulegt áhyggjuefni

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga