Fréttir | 20. nóvember 2021 - kl. 08:38
Óskað eftir 198 milljónum úr Uppbyggingarsjóði

Alls bárust 115 umsóknir um styrkir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra en umsóknarfrestur rann út 12. nóvember síðastliðinn. Óskað var eftir samtals 198 milljónum króna í styrki úr sjóðnum en til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir. Flestir umsóknir eða 57 voru um verkefnastyrki á sviði menningar. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir jól.  

Sagt er frá þess á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar kemur fram að umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki stofnana á sviði menningarmála voru 14 og alls sótt um 40 milljónir króna. Umsóknir um verkefnastyrki á sviði menningar voru 57 og alls sótt um 66,6 milljónir króna. Umsóknir um verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar voru 44 og alls sótt um 91,8 milljón króna.

„Það er ljóst að enginn hörgull er á hugmyndaríku og framtakssömu fólki á svæðinu og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Nú fer í hönd yfirferð umsókna hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir jól,“ segir á vef SSNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga