Fréttir | 22. nóvember 2021 - kl. 10:13
Þungar áhyggjur af þróun kostnaðar

Byggðaráð Blönduósbæjar tekur undir bókun Húnaþings vestra er varðar málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og lýsir yfir þungum áhyggjum af því hvernig kostnaður í málaflokknum hefur þróast. Húnavatnshreppur hefur gert það sama og að óbreyttu geta sveitarfélögin ekki haldið áfram í samstarfsverkefninu, sem Sveitarfélagið Skagafjörður leiðir. Benda sveitarfélögin jafnframt á að málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins.

Til stendur að fulltrúar sveitarfélaganna ræði við félags- og barnamálaráðherra og geri honum grein fyrir stöðunni.

Tengdar fréttir:
Geta ekki tekið þátt í verkefni um málefni fatlaðra að óbreyttu
Hallarekstur á verkefni um málefni fatlaðs fólks verulegt áhyggjuefni

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga