Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 23. nóvember 2021 - kl. 13:45
Norðanhríð í kortunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra. Hún gildir frá klukkan ellefu í kvöld og til morguns. Spáð er 15-23 m/s og snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður. Gul veðurviðvörun tekur einnig gildi í öðrum landshlutum í kvöld, s.s. á Vestfjörðum, Miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Á morgun fer norðanáttin minnkandi og styttir upp smá saman. Norðan 3-10 m/s seinnipartinn. Frost 0-8 stig.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga