Bumbubolti á Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Bumbubolti á Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 24. nóvember 2021 - kl. 15:51
Bumbukörfubolti í íþróttahúsi Skagastrandar

„Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast á Ströndinni!“ Svona hefst frétt á vef Skagastrandar þar sem verið er að segja frá því að á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur, og einstaka laugardagsmorgna, er hægt að mæta í old boys körfubolta og skemmta sér á heilbrigðan hátt í góðum félagsskap.

„Mikið fjör og mikið gaman. Það er alltaf tekið vel á móti nýliðum þannig að ef þú vilt prófa að vera með þá endilega hafðu samband - allir velkomnir,“ segir á vef Skagastrandar og þeir sem hafa áhuga geta nálgast upplýsingar í síma 452 2750.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga