Mynd: skagastrond.is
Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 26. nóvember 2021 - kl. 11:52
Aukin umsvif um Skagastrandarhöfn

Landanir á fiski um Skagastrandarhöfn hafa aukist mikið á þessu ár. Á vef Skagastrandar kemur fram að í haust hafa Suðurnesjamenn, ásamt fleirum, nýtt höfnina umtalsvert til landana. Mest munar um skip Vísis hf. sem eftir nokkurt hlé hefur aftur verið beint til löndunar á Skagaströnd, enda samgöngur góðar og tiltölulega stutt að sækja á gjöful fiskimið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á löndunartölum um Skagastrandarhöfn frá 1. september til 24. nóvember árin 2017-2021, í tonnum talið. Aukningin á þessu ári er 118% og 164% frá árinu 2019.

„Skagstrendingar fagna þessu auðvitað og vonast til að aðbúnaður á Skagaströnd, þjónusta hafnarinnar og Fiskmarkaðs Íslands sé með þeim hætti að áframhald geti orðið á,“ segir á vef Skagastrandar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga