Sandra Granquist. Mynd: ssnv.is
Sandra Granquist. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 29. nóvember 2021 - kl. 10:08
Hlaðvarpið Fólkið á Norðurlandi vestra

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins er Sandra Granquist, doktor í vistfræði sela, deildarstjóri selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sandra er frá Svíþjóð en flutti til Íslands fyrir 24 árum. Hún segir frá starfinu sínu, áhugamálinu sem undið hefur upp á sig, og hvernig er að búa á Norðurlandi vestra. 

Árið 2019 fóru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Á vef SSNV kemur fram að framleiddir hafa verið um 30 þættir sem vakið hafa mikla athygli og fengið góða hlustun. 

„Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti,“ segir á vef SSNV

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga