Friðrik Halldór. Mynd: blonduos.is
Friðrik Halldór. Mynd: blonduos.is
Fréttir | 04. desember 2021 - kl. 09:20
Friðrik Halldór ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar

Friðrik Halldór Brynjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar. Friðrik var metinn hæfastur úr hópi tíu umsækjenda um starfið sem auglýsti laust í október. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á stjórnun og fjármál, frá Háskólanum á Akureyri og er í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala.

Friðrik hefur starfað sem aðalbókari hjá Húnavatnshreppi síðastliðin þrjú ár en áður starfaði hann sem gjaldkeri og þjónustufulltrúi hjá Arion banka á Blönduósi. Hann mun hefja störf hjá Blönduósbæ fljótlega á nýju ári, að því er fram kemur á vef Blönduósbæjar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga