Fréttir | 04. desember 2021 - kl. 10:00
Jólahús ársins á Blönduósi valið
Jólaleikur Húnahornsins

Sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2021 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 20. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.

Til að taka þátt í jólaleiknum er tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem finn má hér. Hverjum og einum er heimilt að senda inn eina tilnefningu. Það hús sem fær flestar tilnefningar verður valið Jólahús ársins 2021 á Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis á annan í jólum 26. janúar nk. og verða úrslit gerð kunn daginn eftir.

Þau hús sem hlotið hafa viðurkenningu eru:

2001: Brekkubyggð 17
2002: Hlíðarbraut 13
2003: Garðabyggð 1
2004: Hlíðarbraut 13
2005: Hlíðarbraut 8
2006: Sunnubraut 3
2007: Ekkert val
2008: Hlíðarbraut 8
2009: Hlíðarbraut 4
2010: Mýrarbraut 35
2011: Melabraut 19
2012: Mýrarbraut 33
2013: Heiðarbraut 1
2014: Hlíðarbraut 1
2015: Skúlabraut 1
2016: Aðalgata 10
2017: Skúlabraut 22
2018: Hólabraut 11
2019: Brekkubyggð 21
2020: Urðarbraut 15

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga