Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 05. desember 2021 - kl. 12:16
Suðaustan hvassviðri eða stormur í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag. Spáð er suðaustan 15-23 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 35 m/s á þeim slóðum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst. Dregur úr vindi í kvöld og nótt. Breytileg átt á morgun, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Rigning eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark.

Gulað veðurviðvarnir eru í gildi í fleiri landshlutum s.s. á Miðhálendinu, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum.

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og eru vegfarendur hvattir til að kynna sér veðurspá áður en haldið er af stað í dag. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga