Fréttir | 06. desember 2021 - kl. 09:33
Sameiningarkosning fer fram 19. febrúar 2022

Kosið verður um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps laugardaginn 19. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef sameiningarverkefnisins, Húnvetningi II, en þar segir að tillaga samstarfsnefndar um sameiningunna hafi nú fengið fyrri umræðu í báðum sveitarstjórnum. Samstarfsnefndin leggur það einnig til að henni verði falið að undirbúa atkvæðagreiðsluna og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Kynningarstarf mun hefjast formlega átta vikum fyrir kjördag í samræmi við sveitarstjórnarlög, en kynningarefni mun berast íbúum í janúar og haldnir verða íbúafundir í aðdraganda kosninganna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga