Olga Vocal Ensemble
Olga Vocal Ensemble
Tilkynningar | 08. desember 2021 - kl. 16:43
Jólatónleikar Olga Vocal Ensemble
Frá sóknarnefnd Blönduóskirkju

Sóknarnefndin vill minna á jólatónleika Olga Vocal Ensemble  sem haldnir verða fimmtudaginn 9. desember klukkan 20.00 í kirkjunni.

Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.

Miðasala á tix.is og við innganginn. Einnig er hægt að styðja við orgelsjóðinn með því að leggja inn á reikning: 0307-26-004701. Kt: 470169 – 1689.

Olga Vocal Ensemble með tónleika í Blönduóskirkju

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Tónleikarnir verða 9. desember 2021.

Efnisskráin verður skemmtilega fjölbreytt og hentar fólki á öllum aldri og Olga mun m.a. flytja lög af fyrstu jólaplötu hópsins, sem kemur út í byrjun desember og kallast Winter Light. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Miðaverð er 3.000 kr og hægt er að kaupa miða hér: https://tix.is/.../winter-light-jolatonleikar-olga-vocal.../

Kirkjunni er skipt í þrjú sóttvarnarhólf - grímuskylda.

Söngvarar:

Matthew Lawrence Smith - 1. tenór
Jonathan Ploeg - 2. tenór
Arjan Lienaerts - Baritón
Pétur Oddbergur Heimisson - 1. bassi
Philip Barkhudarov - 2. bassi

Tónleikar þessir eru styrktir af menningarsjóði SSNV og menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga