Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 11. janúar 2022 - kl. 18:55
Tvær gular veðurviðvaranir í röð

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vesturhelming landsins. Gul viðvörun tekur gildi á miðnætti fyrir Norðurland vestra en spáð er suðvestan 18-23 m/s með éljum og má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, sem þýðir varasamt ferðaveður.

Önnur gul viðvörun tekur svo gildi um klukkan 15 á morgun og er í gildi fram á miðjan fimmtudag. Gert er áfram ráð fyrir suðvestan hvassviðri 18-23 m/s með éljum. Akstursskilyrði ekki góð og varasamt ferðaveður.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga