Fréttir | 11. janúar 2022 - kl. 20:14
Aukið samstarf um rannsóknir, nýsköpun og þróun í textíl á Íslandi

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er sagt frá því að Textílmiðstöð Íslands vinni að mótun Textílklasa í samstarfi við samtökin. Með klasasamstarfinu verði skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. „Góðu klasasamstarfi fylgir ákveðinn kraftur sem hraðar ferlum og þróun sem annars tæki lengri tíma að ná fram,“ segir á vef ssnv.is.

Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa þann 27. janúar  klukkan 13-16 og fer hann fram á netinu. Skráningarform má finna á vef ssnv.is og þar eru einnig nánari upplýsingar um verkefni, sem styrkt er af Lóu – nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga