Tilkynningar | 18. janúar 2022 - kl. 20:03
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu
Frá Sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar laugardaginn 19. febrúar 2022

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu framangreindra sveitarfélaga á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi.

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00

Miðvikudaginn 16. febrúar nk. verður opið til kl. 19:00 á báðum skrifstofum embættisins.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 17. febrúar nk.

Kosið verður á HSN Blönduósi og HSN Sauðárkróki í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

 

Sauðárkróki, 18. janúar 2022

____________________________

Björn Hrafnkelsson

Staðgengill sýslumanns

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga