Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Mynd: FB/Skagaströnd
Fréttir | 24. janúar 2022 - kl. 14:27
Skagaströnd lýst upp

Á Skagaströnd má nú sjá alls konar listaverk sem gerð eru með lýsingu. Þau eru hluti af viðburði sem nefnist Light Up Skagaströnd og er hann í umsjón Nes listamiðstöðvar. Led lýsing er notuð til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um bæinn.

Í tilkynningu frá listamiðstöðinni segir: „Óáþreifanleiki ljóssins getur breytt skynjun okkar á hugtakinu „rými“ og Nes listamiðstöð hefur valið listamenn frá Austurríki, Hollandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kanada sem munu búa til stórar innsetningar og varpanir með því að nota ljós á frumlegan og skapandi hátt, einnig bjóða upp á gerð lukta með börnum og lýsandi vinnustofur. Þessi viðburður er hannaður með þátttöku samfélagsins í huga til að breikka sýn okkar á hvað er „list“.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga