Úr nýju list- og verkgreinaálmunni. Mynd: FB/Blönduskóli
Úr nýju list- og verkgreinaálmunni. Mynd: FB/Blönduskóli
Mynd: FB/Blönduskóli
Mynd: FB/Blönduskóli
Mynd: FB/Blönduskóli
Mynd: FB/Blönduskóli
Fréttir | 24. janúar 2022 - kl. 16:10
Framkvæmdum að ljúka við nýja list- og verkgreinaálmu Blönduskóla

Nýja list- og verkgreinaálman í Blönduskóla er að verða tilbúin og var byrjað að kenna í henni síðastliðinn mánudag. Á facebooksíðu Blönduskóla kemur fram að byrjað var að kenna myndmennt og heimilisfræði í nýju álmunni en að líklega taki það alveg fram á vor að koma henni almennilega í gagnið. Starfsfólk skólans er að springa úr spenningi yfir því að framkvæmdum sé að ljúka.

„Við erum alveg að springa úr spenningi.“ „Þetta er alveg að hafast,“ segir á facebooksíðu Blönduskóla og að nú sé verið að ákveða hvar best sé að hafa hlutina og merkja skúffur og skápa. Það gangi hraðar fyrir sig þegar margir hjálpist að en bæði nemendur og starfsfólk hefur verið duglegt við að aðstoða við flutningana.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga