Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 25. janúar 2022 - kl. 08:52
Enn ein lægðin á leiðinni

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra sem tekur gildi klukkan 15 í dag og varir til miðnættis. Spáð er vestan 15-23 m/s og snjókomu eða skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gert er ráð fyrir rigningu við ströndina í fyrstu. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar og varasamt ferðaveður.

Veðurstofan hefur einnig vefið út gular eða appelsínugular viðvaranir víðsvegar um landið enda spáð hundleiðinlegu veðri. Orsök þess má rekja til krapprar lægðar skammt vestur af landinu sem þokast yfir landið í dag.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands og fylgist með færð á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga