Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 25. janúar 2022 - kl. 22:28
60 í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn Norðurlands vestra birti í dag nýja töflu eftir póstnúmerum yfir stöðuna á kórónuveirufaraldurinn í landshlutanum. Samkvæmt henni eru 60 í einangrun og 102 í sóttkví. Á miðnætti taka í gildi nýjar reglur um sóttkví. Þá þurfa eingöngu þeir sem eru útsettir á heimili sínu að fara í sóttkví. Sem fyrr varir sóttkví í fimm daga og PCR-próf þarf til að losna.

Nánari upplýsingar um nýjar reglur má sjá hér.

Í gær greindust 1.558 með covid smit í sýnatökum innanlands og hafa greind smit aldrei verið fleiri. Þessu til viðbótar greindust 55 með covid á landamærunum í gær. Um 52% þeirra sem greindust með covid í gær voru í sóttkví þegar smitið greindist. Nýgengi innanlandssmit er 4.778 og nýgengi á landamærunum 327.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga