Forsíða Feykis
Forsíða Feykis
Fréttir | 26. janúar 2022 - kl. 21:21
Feyki dreift á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi vegna sameiningarkosninga

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og í Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara 19. febrúar næstkomandi. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu.

Einnig er að finna í blaðinu fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir frá því hvað hún er með á prjónunum. Þá eru stór tímamót hjá Guðmundi Valtýssyni sem setti sinn 800. vísnaþátt í blaðið og síðasti hluti upprifjunar síðasta árs er einnig á sínum stað líkt og fréttir, afþreying og mataruppskriftir.

Áhugasamir geta gerst áskrifendur að Feyki hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga