Mynd: hunvetningur.is
Mynd: hunvetningur.is
Fréttir | 19. febrúar 2022 - kl. 09:29
Kosið um sameiningu í dag

Í dag er kosið um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Útlit er fyrir gott og fallegt vetrarveður í Austur-Húnavatnssýslu í dag en gera má ráð fyrir talsverðu frosti. Á Blönduósi er kosið í Íþróttamiðstöðinni klukkan 10-20 og í Húnavatnshreppi er kosið á Húnavöllum klukkan 11-20. Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag.

Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að kjörstöðum lokar. Úrslit verða birt hér á Húnahorninu, á vef Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, og á vef samstarfsnefndarinnar.

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga