Spaugið | 04. apríl 2022 - kl. 16:27
Auglýsti eftir giftum karlmönnum

Bjarni setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða starfsfólk. Hann auglýsti í staðarvefmiðlinum og tók fram að hann ætlaði bara að ráða gifta karlmenn. Kvenréttindaskörungur bæjarins sá auglýsinguna og fannst rétt að tala við Bjarna um hana, því þetta fannst henni mismunun. Hún hringdi í hann og spurði: “Af hverju ætlar þú bara að ráða bara gifta karlmenn? Er það vegna þess að þú telur konur aumari, heimskari, geðstirðari … eða hvað er málið? ” Nei nei nei, alls ekki kona góð,“ svaraði Bjarni. ”Ég skal útskýra þetta allt fyrir þér og leiðrétta misskilning. Ástæðan er fyrst og fremst sú að giftir karlmenn kunna að hlýða skipunum, eru vanir að lúffa fyrir boðvaldi, vita hvenær þeir eiga að þegja og fara ekki í fýlu þó ég öskri á þá. Það er ástæðan,“ sagði Bjarni.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga