Kálfshamarsvík
Kálfshamarsvík
Fréttir | 13. maí 2022 - kl. 10:32
Taprekstur hjá Skagabyggð

Skagabyggð var rekin með rúmlega 16 milljón króna tapi á síðasta ári. Rekstrartekjur námu 99 milljónum og lækkuðu um tæpar 15 milljónir milli ára. Skatttekjur hækkuðu um 9,7% en framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkuðu um 27,3% eða um 18 milljónir og hefur slíkur samdráttur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.

Rekstrargjöld námu 115 milljónum og hætta um tæpar 14 milljónir milli ára. Mestu munar þar auknum sameiginlegum kostnaði, auknum kostnaði við uppeldis- og fræðslumál og aukni framlagi til Fjarskiptafélagsins.

Eiginfjárhlutfall Skagabyggðar var 81% í árslok samanborið við 84% árið áður. Heildareignir sveitarfélagsins námu 138 milljónum í árslok og höfðu hækkað um 14 milljónir milli ára.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Skagabyggðar sem haldinn var á þriðjudaginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga