Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Miðvikudagur, 18. maí 2022
   m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Maí 2022
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:50 NNV 3 5°C
Laxárdalsh. 00:50 A 4 3°C
Vatnsskarð 00:50 VSV 1 8°C
Þverárfjall 00:50 S 3 8°C
Kjalarnes 00:50 A 12 11°C
Hafnarfjall 00:50 SSA 5 13°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
03. apríl 2022
Vorið kemur
"Vorið er komið og grundirnar gróa," segir í texta Jóns Thoroddsen sem fjallar um vorið. Vorið er svo sem ekki alveg komið hér um slóðir en eitt er víst að það kemur. Í maí verður kosið til sveitarstjórna í öllum sveitarfélögum landsins, þar á meðal í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
24. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. maí 2022
Eftir Zophonías Ara Lárusson sem skipar 3.sæti lista sjálfstæðismanna og óháðra.
13. maí 2022
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
13. maí 2022
Eftir Elínu Aradóttur
13. maí 2022
Eftir Eyjólf Ármannsson
13. maí 2022
Eftir Halldór Skagfjörð Jónsson
13. maí 2022
Pistlar | 13. maí 2022 - kl. 18:13
Ferðaþjónustan, gamli bærinn, orku- og atvinnumál, umhverfismál og dass af hampi!
Frá frambjóðendum G-listans

Klárlega má gera ráð fyrir ákveðinni „sprengingu“ í ferðaþjónustu hér á svæðinu á komandi mánuðum og stefnir því í gott ár með ferðaþyrstum einstaklingum. Strax á fyrstu mánuðum ársins mátti sjá gríðarlega jákvæðar tölur fyrir ferðaþjónustuna í heild og er bókunarstaðan nú þegar orðin góð hjá mörgum aðilum.

En hvar erum við stödd í ný sameinuðu sveitarfélagi hvað ferðaþjónustu varðar? Jú, vissulega hafa farið fram miklar endurbætur við ákveðna segla t.a.m. Þrístapa og Hrútey en gamli bærinn á Blönduósi vill gjarnan gleymast þegar verið er að dásama allt sem svæðið hefur upp á að bjóða ferðamönnum og talað er um, „hvað við eigum mikið inni“ þegar kemur að ferðaþjónustu, sem hefur verið vinsæl setning síðustu árin. Í gamla bænum hafa nánast engar framkvæmdir verið á vegum sveitarfélagsins, nema ef vatnslagnir eða skólplagnir hafa farið í sundur þá er plástrað í það. Gætum talið upp margt annað sem betur mætti gera og ÞARF að gera en það er klárlega efni í annan pistil. Þó er búin að fara fram vinna um nýtt deiliskipulag fyrir gamla bæinn og skilst okkur að það sé á lokametrunum, sem er gott, vonandi verður svæðið lagað og fegrað næstu árin.

Fjölda góðra gististaða er að finna í sveitarfélaginu, þó er augljóst að gistirýmum þarf að fjölga verulega á svæðinu og kynna vel, svo fleiri ferðamenn sjái kostina við að staldra hér við, því staðsetningin er kjörin til dagsferða á aðra vinsæla staði á Norðurlandi. Einnig býr sveitarfélagið svo vel að hafa hér Heimilisiðnaðarsafn sem er viðurkennt safn og þykir heimsklassa flott, safnið hefur verið rekið af miklum myndarbrag þrátt fyrir mjög takmarkað fjármagn, þar mætti sannarlega stíga upp og styðja betur við þá starfsemi sem þar er.

Ýmislegt fleira mætti endalaust ræða þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu, nú þegar hafa komið tveir góðir pistlar á www.huni.is sem við mælum með að fólk kynni sér og látum því staðar numið hér.

Orku- og atvinnumál eru okkur hugleikin. Við búum á orkuríku svæði og mörg eru tækifærin til aukinna umsvifa. Með litlum umhverfisáhrifum mætti stækka Blönduvirkjun umtalsvert. Þau orkuskipti sem framundan eru kalla á verulega aukna framleiðslu. Hækkandi verð á olíu, áburði og fleira hraða þeirri þróun enn frekar.

Nýta á orkuna eins og hægt er til nýsköpunar í atvinnulífi á svæðinu. Kanna ber möguleika á framleiðslu rafeldsneytis og skapa eftirsóknarverð skilyrði fyrir fyrirtæki sem nýta vilja hreina orku til að minnka loftslagsvanda svo sem með nýjum framleiðsluaðferðum. Þá  ber sérstaklega að huga að tækifærum í matvælaframleiðslu með hreinni orku enda matvælaframleiðsla þungamiðja í atvinnustarfsemi hér alla tíð.

Varðandi orkumál myndum við í G listanum vilja auka raforkuöryggi, meðal annars með því að setja gamla loftlínur í jörð. Síðan þarf að leita allra leiða til að nýta þá orku sem framleidd er í sveitarfélaginu í þágu íbúa sveitarfélagsins. Þá þarf að tengja svæðið betur öðrum fluttningslínum til og frá Blönduvirkjun. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið njóti meiri tekna en nú er af orkuframleiðslu innan þess og að sveitarfélagið styðji við, eða styrki, uppsetningu á varmadælum á köldum svæðum í sveitarfélaginu. 

Atvinnumál er eitthvað sem þarf að huga vel að, blómlegt atvinnulíf er undirstaða búsetu og framþróunar í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að raunhæf og sanngjörn byggðastefna sé til staðar, þannig að öflugt atvinnulíf geti verið í dreifbýli jafnt sem þéttbýli. Kanna möguleika á fjölgun hátækni- og líftæknistörfum sem og störfum án staðsetningar. Þó er eitt sem verulega þarf að bæta ef laða á fleiri fyrirtæki á svæðið, það er að klára ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Því væri kjörið að fara í kostnaðargreiningu um það hvernig mætti nýta Húnanet ehf, sem nú þegar er í eigu sveitarfélagsins, til að klára ljósleiðaravæðingu.

Einnig þarf að hafa í huga að þegar fyrirtæki og einstaklingar íhuga að flytja á svæðið þá er ekki alltaf auðvelt að nálgast upplýsingar um það sem í boði er. Þegar sveitarfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða flóknari. Athugandi væri hvort hægt væri að ráða upplýsinga- og atvinnumála fulltrúa sem hægt væri að leita til og væri þá líka tengiliður sveitarfélagsins inn í SSNV.

Þá eru það umhverfismál og hamprækt. G listinn vill leggja sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar með því að hvetja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnulífsins til þátttöku í verkefnum sem tengjast umhverfismálum. Við gerð skipulagsáætlana og við aðrar ákvarðanir um málefni sveitarfélagsins þarf að hafa markmið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi og að ekki verði gengið á rétt afkomenda okkar til að nýta og njóta náttúrunnar. 

Það eru tækifæri núna, þegar að umhverfið er að breytast hratt, hvað varðar kolefnisfótspor iðnaðar og heimila á heimsvísu. Þá er spurning hvort við viljum mæta regluverkum sem munu og eru að koma eða hvort við viljum taka þátt sem partur af lausninni. Það er til að mynda stórt tækifæri í iðnaðarhampi, sem hefur gífurlega kosti og var lögleiddur til ræktunar í Apríl 2020. Það er nú þegar skráð líftæknifélag í sveitarfélaginu, sem vill fá bændur með sér í lið og skapa verðmæti úr ónýttu landi með ræktun á iðnaðarhampi.

Þá mætti koma á fót rannsóknar- og dvalarsetri fyrir háskólanema, sem eru að þróa nýjustu hátækni innan líftækninnar viðsvegar að úr heiminum, þar kæmi landbúnaður til með að spila gífurlega stórt hlutverk. Iðnaðarhampur hefur nú þegar verið ræktaður víðsvegar um land í tvö ár og nýttur í olíugerð, hampsteypu og lífplast sem er ætt, brotnar fljótt niður og skilur ekki eftir sig agnir, möguleikarnir eru margir.

Verum framtíðin, sköpum framtíðina og vinnum þetta saman.

Líkt og fram hefur komið í pistlaskrifum og stefnuskrám í aðdraganda kosninga er ljóst að verkefnin eru mörg og mikill samhljómur milli lista. Við hvetjum kjósendur eindregið til að nýta rétt sinn til kosninga þann 14. maí og mæta á kjörstað.

Edda Brynleifsdóttir 1. sæti
Sverrir Þór Sverrisson 2. sæti
Maríanna Þorgrímsdóttir 3. sæti
Davíð kr. Guðmundsson 4. sæti
Jenný Lind Gunnarsdóttir 5. sæti 

X – G    GERUM ÞETTA SAMAN

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2022 Húnahornið