Fréttir | 15. maí 2022 - kl. 22:16
Handbendi með ör-leikhúsupplifun í húsbíl

Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga stendur fyrir ör-leikhúsupplifun í húsbíl víðsvegar um land í júní. Sýningin, sem heitir Heimferð, er eftir Handbendi og er í samstarfi við ProFit Arts frá Tékklandi og Arctic Culture Lab frá Grænlandi og Noregi. Sýningin er fyrir alla aldurshópa og er notast m.a. við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd.

Aðeins geta átta áhorfendur séð hverja sýningu fyrir sig, enda fer hún fram í húsbíl. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörgþúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim.

Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar. Sýningin Heimferð er hluti af listahátíð í Reykjavík.

Samstarfsaðilarnir þrír hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Verkefnið er styrkt af EES-/Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. 

Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, og Grundarfirði, á Rifi, og Akranesi, í Borgarnesi, og Reykjavík.

Leikstjóri: Greta Clough.
Flytjendur: Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.
Danshöfundur: Snædís Lilja Ingadóttir.
Leikmynd & lýsing: Egill Ingibergsson.
Textíll & uppstilling: Jamie Wheeler.
Leikbrúður: Cat Smits, Greta Clough, Sylwia Zajkowska
Tónlist: Paul Mosely.x

Sýningar:
1. júní: 
Félagsheimilið Hvammstanga, kl. 13:00 - 20:00
2. júní: Félagsheimilið Hvammstanga, kl. 13:00 - 20:00
4. júní: Akureyri, kl. 10:00 - 17:00
5. júní: Akureyri, kl. 10:00 - 17:00
9. júní: Við grunnskólann í Búðardal, kl. 15:30 - 20:00
10. júní: Stykkishólmur, kl. 13:00 - 20:00
11. júní: Grundarfjörður, kl. 13:00 - 20:00
12. júní: Frystiklefinn, Rifi, kl. 13:00 - 20:00
13. júní: Akranes, kl. 13:00 - 20:00
14. júní: Borgarnes, kl. 13:00 - 20:00
17. júní: Iðnó, Reykjavík, kl. 10:00 - 17:00
18. júní: Gerðuberg, Reykjavík, kl. 10:00 - 17:00
19. júní: Elliðaárdalur, Reykjavík, kl. 10:00 - 17:00

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga