Fréttir | 14. júní 2022 - kl. 08:58
Golfdagurinn á Norðurlandi

Það verður mikið um að vera á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar á Sauðárkróki í dag en þá fer fram „Golfdagurinn á Norðurland“. Dagurinn er samstarfsverkefni Golfsambands Íslands, KPMG, PGA og R&A. Golfíþróttin verður kynnt með skemmtilegum hætti undir handleiðslu PGA kennara. Það eru allir velkomnir klukkan 16-19. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, tekið verður á móti gestum við golfskálann.

Að deginum standa: Golfklúbbur Skagafjarðar, Golfklúbbur Skagastrandar, Golfklúbburinn Ós (Blönduós), Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Fjallabyggðar (Ólafsfjörður), Golfklúbburinn Hamar Dalvík, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Lundur (Vaglaskógur), Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Mývatnssveitar og Golfklúbburinn Gljúfri eru allir með öflugt starf í þessum landshluta.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga