Fréttir | 23. júní 2022 - kl. 14:11
Laxveiðin komin á fullt í Húnaþingi

Þrjátíu og einn lax hefur veiðst í Miðfjarðará sem af er sumri en áin opnaði fyrir laxveiði 15. júní síðastliðinn. Blanda fer rólega af stað, þar hófst laxveiði 5. júní og hafa veiðst níu laxar, sá fyrsti koma á land 13. júní. Víðidalsá opnaði 20. júní og hafa 16 laxar veiðst. Opnunin í ánni var lífleg og komu átta laxar á land, fjórir fyrir hádegi og fjórir eftir hádegi.

Vatnsdalsá opnaði einnig 20. júní og hafa tveir laxar veiðst úr ánni. Þá er veiði hafin í Laxá á Ásum og í Hrútafjarðará en ekki hafa fengist fréttir um afla ennþá.

Hægt er að fylgjast með aflabrögðum helstu laxveiðiáa landsins á www.angling.is.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga