Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 24. júní 2022 - kl. 09:25
Fundu fyrir jarðskjálfta í gærkvöldi

Íbúar í Húnabyggð fundu fyrir jarðskjálfta klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi sem hann átti upptök sín í Langjökli og var 4,6 að stærð. Fjöldi tilkynninga barst Veðurstofunni um skjálftann og komu m.a. frá Húnabyggð, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Rangárþingi eystra. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar varð skjálftinn um 11 kílómetra norður af Hagajökli klukkan tólf mínútur yfir tíu. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið, sá stærsti 2,9 að stærð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga