Fréttir | 24. júní 2022 - kl. 17:49
Samsýning í Kvennaskólanum

Sextán nemendur Concordia háskólans í Montreal, sem verið hafa í vettvangsnámi í Textílmiðstöðinni á Blönduósi síðastliðinn mánuð, halda sýningu í húsnæði Kvennaskólans mánudaginn 27. júní klukkan 17-19.

Nemendurnir hafa m.a. verið á þverfaglegu námskeiði þróuðu af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia háskólanum í Montreal í Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands. Námskeiðið var fyrst haldið í júní 2018 og nú í annað skipti, júní 2022. Nemendurnir hafa sótt kennslu á sviði ullarvinnslu, s.s. spuna, vefnaðar og jurtalitun auk þess að kynna sér hugmyndafræði tengd umhverfis og ferðamálum, safnafræði og þá með textíl í huga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga