Auglýsingin í Fréttablaðinu
Auglýsingin í Fréttablaðinu
Fréttir | 27. júní 2022 - kl. 13:11
Auglýst eftir tillögum um byggðamerki

Húnabyggð auglýsti í Fréttablaðinu um helgina eftir tillögum um nýtt byggðamerki og skal það hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, og er þá vísað til reglugerðar um byggðarmerki. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og meginhugmyndum.

Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með fimm stafa tölu. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni.

Matsnefnd skipuð af sveitarstjórn velur merki úr aðsendum tillögum, henni er jafnframt heimilt að hafna öllum eða vinna að útfærslu tillögu með höfundi.

Veitt er vegleg verðlaunaupphæð fyrir efstu þrjár tillögurnar, sem matsnefnd velur og leiðir til endanlegs merkis.

Frestur til að skila tillögum er til 1. september næstkomandi og sendist til: Matsnefnd byggðamerkis, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Nánari upplýsingar gefur Einar K. Jónsson – einar@hunavatnshreppur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga