F.v. Sigurbjörg Helga Birgisdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Helga Margrét Jóhannesdóttir, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Jóhann Guðmundsson.
F.v. Sigurbjörg Helga Birgisdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Helga Margrét Jóhannesdóttir, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Guðmundur Finnbogason og Jóhann Guðmundsson.
Fréttir | Tilkynningar | 27. júní 2022 - kl. 19:01
Gjöf frá Hollvinum HSB
Frá Sigurlaugu Þóru formanni Hollvinasamtaka HSB

Nýverið færðu Hollvinasamtök HSB Heilbrigðisstofnunninni á Blönduósi nýjan hjólastól. Stóllinn er gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur, en hún starfaði við stofnunina í hartnær 50 ár.

Í mars sendu samtökin styrktarbeiðni að upphæð 10.000 krónur til 18 fyrirtækja í sýslunni. Það voru 9 fyrirtæki sem styrktu okkur. Þá minntust aðstandendur Herdísar heitinnar hennar með myndarlegu fjárframlagi og það gerði okkur kleift að kaupa stólinn. Hann mun sannarlega koma að góðum notum fyrir skjólstæðinga HSB.

Þökkum við öllum þeim sem hafa stutt okkur hjartanlega fyrir stuðninginn.

Alltaf er hægt að gerast félagi með því að senda póst á sillahemm@simnet.is og er árgjaldið kr: 3.000.

Minningarkort Hollvinasamtakanna fást í móttöku HSB og styrktarreikningurinn okkar er 0307-26-270 kt: 490505 0400.

Fyrir hönd stjórnar
Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir formaður

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga