Fréttir | 04. ágúst 2022 - kl. 10:20
Þannig fór um sjóferð þá

Undanfarnar vikur hefur sýningin Flói/Bay verið opin í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og fjölmargir lagt leið sína á sýninguna en þar hafa gestir getað upplifað sjávarföllin þar sem Húnaflói og Blanda mætast. Fleka nokkrum var komið fyrir rétt fyrir utan ós Blöndu og á sýningunni gátu gestir upplifað þá tilfinningu að vera um borð í flekanum. Með hjálp tækjabúnaðar um borð og ljósa inni í Hillebrandtshúsinu hafa gestir ósjálfrátt farið að stíga ölduna og jafnvel fundið fyrir sjóriðu.

Í síðustu viku gerðist það að pramminn slitnaði upp í vondu veðri og rak upp í grjótgarðinn fyrir neðan Sæból og brotnaði þar í spað. Áður en til þess kom hafði Björgunarfélagið Blanda verið ræst út til að bjarga búnaði sem var festur ofan á prammann. Hér fylgja nokkrar myndir sem Finnur Arnar Arnarsson tók.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga