Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 08:41 0 0°C
Laxárdalsh. 08:41 0 0°C
Vatnsskarð 08:41 0 0°C
Þverárfjall 08:41 0 0°C
Kjalarnes 08:41 0 0°C
Hafnarfjall 08:41 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Fossar 1957. Mynd: HAH/Björn Bergman
Fossar 1957. Mynd: HAH/Björn Bergman
Pistlar | 27. september 2022 - kl. 11:26
Sögukorn um Sigurjón
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Það var í ársbyrjun 1996 sem Sigurjón Guðmundsson á Fossum hóf störf við Mjólkursamlagið á Blönduósi, hvarf frá áratuga búskap á fremstu jörðinni í dalnum, þar sem faðir hans og þeir bræðurnir, höfðu skapað góðbýli með dugnaði, iðjusemi og útsjónarsemi. Guðmundur faðir þeirra virkjaði bæjarlækinn upp úr 1930 þannig að Fossafjölskyldan fékk rafmagn í bæinn fyrst sveitunga sinna.

Það voru einkum tveir atburðir á árinu 1995 sem urðu til þess að Sigurjón kaus þessa ráðabreytni: Tilfinnanlegur fjármissir þá um haustið og slys sem hann varð fyrir um sumarið.

Sigurjón hafði kindur sínar í Kóngsgarði og nytjaði þá jörð sem var hálftímagang fyrir framan Fossa, sú jörð er austan ár en fjölskyldan bjó öll saman heima á Fossum. Þar í Kóngsgarði hafði Sigurjón byggt fjárhús þar sem hann lét liggja við opið yfir veturinn en fór daglega fram eftir til að gefa fénu.

En þetta var á fimmta tug fjár, fullorðnar ær og lífgimbrar, sem Sigurjón missti í lok október haustið 1995, í hríðinni miklu, þeirri sömu sem sópaði burtu húsunum á Flateyri og tók mannslífin dýrmætu þar vestra.

Ærnar ætluðu að komast yfir Fossána, sem fellur út hjá Kóngsgarði en hún var full með krap, ærnar bunkuðust út í ein af annarri og þar fórst hópurinn.  

Þeir félagarnir, Sigurður á Brúnastöðum og Sigurjón á Fossum, voru þessa daga í borginni syðra á vegum sveitunga sinna, dómsmál var í gangi gegn Landsvirkjun, eftirmál af Blönduvirkjunarsamningum en Sigurjón efaði að það hefði bjargað nokkru þó hann hefði verið heima á Fossum þegar stórviðrið gekk yfir,  m. k. hefði honum ólíklega tekist að reka féð heim í hús á móti hríðinni. En það var ógnarleg sjón sem birtist þegar Sigurjón – nýkominn heim – fór að ganga um hagann og sá kindahornin standa upp úr breðanum í ánni, þar sá á fjárhópinn sem hafði verið á leið heim á beitarhúsin.

Og Sigurjón varð að taka skjóta ákvörðun því alveg var komið að lokun sláturhúsa, hann hafði samband við Smára í Goðdölum sem stjórnaði þá Neðra húsinu á Krók og hann lofaði að taka við fénu og greiddi vel úr því máli.

Heiðar á Hæli ók sláturfénu norður á Sauðárkrók, á leiðinni norður fóru þeir að ræða viðskipti með fjárkvótann og á bakaleiðinni samdist með þeim, Heiðar keypti kvótann af Sigurjóni og hann fór þá um kvöldið niður á Blönduós til að ganga frá pappírunum.

Í sömu ferð hafði Sigurjón samband við Ingva Þór málara á Blönduósi og sölumann sólarlandaferða sem útvegaði honum flugmiða til Kanarí og 5 vikna dvöl þar, en tími til stefnu var svo skammur að miðann átti hann að taka við brottförina. Stóð þá svo tæpt hjá afgreiðslumanni að finna farseðilinn sem beið þar sauðabóndans úr Svartárdal, að hann rétt slapp inn í flugvélina áður en hurðin skall í fals og hann hóf vegferð á nýjum og framandi slóðum.

En fjármissirinn var ekki eina áfall Sigurjóns á árinu, því um sumarið hafði hestur dottið með hann. Hann slapp að vísu við beinbrot en hálsinn var mjög stirður eftir byltuna og hann fór næstu mánuðina vikulega niður á Blönduós í sjúkraþjálfun, var þó alls ekki búinn að ná sér þarna í vetrarbyrjun.

Þessir tveir atburðir áttu stærstan þátt í ráðagerðum Sigurjóns, þessum að farga fénu, selja kvótann og fá sér orlofsferð til sólarlanda þar sem hitinn fékk honum bót á stirðleikanum. Hlýindin á Kanarí liðkuðu hálsinn svo hann kom betri aftur heim, sótti þá um starf sem auglýst hafði verið hjá Mjólkurstöðinni. Hann fór síðan að vinna þar í byrjun næsta árs með Páli Svavarssyni og Kristófer Sverrissyni. Guðmundur Theódórsson hafði lengið staðið vaktina í samlaginu, en aldurinn var farinn að segja til sín og hann var að hætta. Sömuleiðis vann Sigurjón þar með Kristjáni Frímannssyni á Breiðavaði sem lést langt fyrir aldur fram, í jan. 1999.  

Árin urðu 10 sem Sigurjón vann við þessa framleiðslustofnun Húnvetninga, en áðurgreinda viðburði bar svo skjótt að höndum að snarlega þurfti að ráða fram úr málum og ráð þau sem Sigurjón hitti fyrir hafa dugað honum vel.  

Fyrsta vinnumánuð sinn á Blönduósi fékk Sigurjón inni í gamla kaupfélagshúsinu, þar sem hann var heimavanur frá sláturhússvinnu til margra hausta, en þá bauðst honum hús til kaups, sem hafði staðið autt í 2-3 misseri og þau ráð tókust og skorti ekki mikið á að salan á fjárkvótanum dygði fyrir húsverðinu.

Og þarna hefur Sigurjón búið síðan, að Árbraut 21, í hlýju húsi með miklu og góðu útsýni af útidyrapalli yfir ósinn Blöndu og til sjávar.

Stefán Guðmundsson bróðursonur hans og trésmiður á Sauðárkróki smíðaði pallinn fyrir hann eftir tillögum annars smiðs, Lárusar Jónsson á Blönduósi. Annar frændi, Guðmundur Guðmundsson Lækjarbrekku 8 í Steinsstaðabyggð, hefur endurnýjað glugga og þak á húsi Sigurjóns.

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið