Eldur í bifreið við Blönduós í gær. Mynd: FB/Brunavarnir A-Hún.
Eldur í bifreið við Blönduós í gær. Mynd: FB/Brunavarnir A-Hún.
Fréttir | 02. október 2022 - kl. 15:57
Útkall vegna elds í bíl við Blönduós

Á fimmta tímanum í gær fékk slökkvilið Brunavarna Austur-Húnvetninga tilkynningu frá Neyðarlínunni um að eldur væri laus í bifreið á Þjóðvegi 1 rétt vestan við Blönduós. Fjögurra manna fjölskylda var í bifreiðinni og slapp hún ómeidd frá brunanum. Slökkvistarf gekk vel en bifreiðin er gjörónýt. Þegar búið var að fjarlægja hana sá slökkviliðið um hreinsun á vettvangi.

Sagt er frá þessu á facebooksíðu Brunavarna Austur-Húnvetninga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga