Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 04. október 2022 - kl. 11:08
Gul veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem tekur gildi síðdegis í dag og varir fram til miðnættis á morgun. Í dag má búast við talsverðri eða mikilli rigningu og vexti í ám og lækjum. Auknar líkur eru á skriðuföllum og grjóthruni. Í nótt og á morgun er gert ráð fyrir 10-18 m/s með rigningu nærri sjávarmáli. Slydda og snjókoma á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það til dæmis við um Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.

Sjá nánar á www.vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga