Mynd: hunathing.is
Mynd: hunathing.is
Fréttir | 04. október 2022 - kl. 11:13
Fundur um nýja nálgun í vegagerð

Boðað er til opins fundar í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld klukkan 20:30 þar sem fjallað verður um nýja nálgun í vegagerð. Magnús Magnússon, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra opnar fundinn og Haraldur Benediktsson alþingismaður verður með framsögu. Kynnir hann tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes, til eflingar samfélags og byggðar.

Þá mun Gísli Gíslason hjá nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fyrrverandi stjórnarformaður Spalar fjalla um samgönguframkvæmdir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga