Frá fundinum á mánudaginn. Mynd: hunathing.is
Frá fundinum á mánudaginn. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 05. október 2022 - kl. 12:52
Þingmenn kjördæmisins funduðu með sveitarstjórn Húnaþings vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fundaði á mánudaginn með þingmönnum úr Norðvesturkjördæmi en nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi. Fengu þingmennirnir kynningu á stöðu sveitarfélagsins og farið var yfir helstu áherslumál þess. Þá var farið yfir framkvæmdir í sveitarfélaginu undanfarin ár, svo sem viðbyggingu við grunnskólann, hitaveituframkvæmdir og íbúðauppbyggingu, auk þess sem farið var yfir framkvæmdir sem eru á döfinni.

Staða Vatnsnesvegar var auðvitað rædd og aðrar brýnar vegaframkvæmdir. Staðan í landbúnaði, einkum sauðfjárrækt, bar á góma, tækifæri til flutnings óstaðbundinna starfa í sveitarfélagið, orkumál, málefni fatlaðs fólks, niðurgreiðsla sveitarfélagsins með dreifnámsdeildinni sem og nauðsynlegar úrbætur á hafnarmannvirkjum. Fjölmög fleiri framfaramál voru rædd.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþing vestra og þar er þingmönnum þökkuð heimsóknin og góðar umræður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga