Á Löngumýri. Mynd: kirkjan.is
Á Löngumýri. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 21. nóvember 2022 - kl. 15:43
Sextíu þáttakendur á TTT-móti á Löngumýri

Löng hefð er fyrir því í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi að bjóða krökkum í TTT starfi í helgardvöl bæði vor og haust. Eitt slíkt TTT-mót var haldið á Löngumýri um síðustu helgi. Þátttakendur voru úr börn úr TTT starfi kirkjunnar á Hvammstanga, Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum ásamt leiðtogum og prestum.

Prestarnir sem þátt tóku að þessu sinni voru sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga, sr. Bryndís Valbjarnardóttir á Skagaströnd, sr. Sigríður Gunnarsdóttir á Sauðárkróki og sr. Halla Rut Stefánsdóttir sem sér um TTT starf bæði á Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal.

TTT starfið er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka þar sem kenndar eru biblíusögur. Krakkarnir fá gjarnan hressingu, fara í leiki, fá fræðslu um kristna trú og þeim kennt að biðja.

Sagt er frá þessu á vef kirkjunnar og þar er rætt við sr. Magnús á Hvammstanga um TTT-mótið en hann segir að þar hafi komið saman 60 börn, leiðtogar og prestar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga