Blönduós. Mynd: blonduos.is
Blönduós. Mynd: blonduos.is
Fréttir | 22. nóvember 2022 - kl. 07:47
Dagskrá hugmyndafunda

Í kvöld fer fram fyrri hugmyndafundurinn vegna deiliskipulags í gamla bæjarhluta Blönduóss. Fundurinn verður í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 19-21. Seinni fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík annað kvöld á sama tíma. Á vef Húnabyggðar hefur dagskrá fundanna verið birt.

Dagskrá fundanna:

Kynning, opnun og sjónarmið sveitafélagsins – Pétur Arason
Kynning á hugmyndum InfoCapital – Bjarni Gaukur Sigurðsson
Kynning á hugarflugi um möguleika svæðisins – Pétur Arason
Hópavinna á borðum
Kynningar á hugmyndum þátttakenda
Samantekt og fundarslit

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Tengd frétt
Hugmyndafundir vegna deiliskipulags í gamla bæjarhluta Blönduóss

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga