Mynd: ssnv.is
Mynd: ssnv.is
Fréttir | 23. nóvember 2022 - kl. 16:10
Starfamessan vel sótt

Um 250-300 nemendur 8.-10. bekkja grunnskóla á Norðurlandi vestra mættu á Starfsmessu sem haldin var í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær og fræddust um 25 fjölbreytt störf sem þar voru kynnt. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og grunnskóla svæðisins. Þá leggja fjöldi fyrirtækja lóð á vogaskálarnar til að ungt fólk geti spáð í framtíðarmöguleika sína með áþreifanlegum hætti.

Markmiðið með Starfamessunni er að kynna fyrir ungmennum framtíðarstörf á Norðurlandi vestra með áherslu á iðn-, verk-, tækni- og raungreinar.

„Við hjá SSNV erum mjög ánægð með viðtökurnar sem Starfamessan hefur fengið og kunnum verkefnastýrunum, Steinunni og Freyju, bestu þakkir fyrir gott utanumhald" segir Davíð Jóhannsson, ábyrgðaraðili Starfamessunnar hjá SSNV á vef samtakanna.

Á vef Feykis má sjá myndir frá viðburðinum.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga